Innlent

Búast við 1100 manns á Austurvöll í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá fyrri mótmælum á Austurvelli.
Frá fyrri mótmælum á Austurvelli. Vísir/Vilhelm
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag en þetta er í fjórða sinn sem blásið hefur verið til laugardagsmótmæla þar á síðustu vikum. Kröfur mótmælanna eru sem fyrr að kosið verði strax til Alþingis og að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar segi af sér.

Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum að gengið verði frá húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 14:30. Stjórnvöld fá þar afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins.

Sjá einnig: Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið

Dagskráin á Austurvelli hefst hálftíma síðar, klukkan 15, þegar KK stígur á stokk. Dagskráin er svohljóðandi.

* 15:00 – Fundur settur - Dansgjörningur 

* 15:05 – Rúnar Þór og Klettarnir 

* 15:20 – Hallgrímur Helgason, rithöfundur 

* 15:30 – Halldóra K Thoroddsen, rithöfundur 

* 15:40 – Hákon Helgi Leifsson

* 15:45 – Jónína Björg Magnúsdóttir, söngkona 

* 15:50 – Mosi Musik slær botninn í dagskránna

Það er Jæja-hópurinn sem stendur að mótmælunum að þessu sinni. Rúmlega 1100 manns hafa boðað komu sína í dag en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu mótmælanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×