Innlent

Búa til skilti fyrir morgundaginn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður BHM, og Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR voru meðal þeirra sem unnu hörðum höndum við undirbúninginn.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður BHM, og Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR voru meðal þeirra sem unnu hörðum höndum við undirbúninginn.
Formenn tveggja helstu stéttarfélaga landsins voru meðal þeirra sem tóku þátt í kröfuskiltagerð sem fór fram á Hallveigarstöðum í dag. Þær segja enn vera allt of langt í land í að jafna laun kynjanna.

Skiltagerðin er hluti af undirbúningi Kvennafrídagsins sem er á morgun þegar 41 ár er liðið frá því að 25 þúsund íslenskar konur lögðu niður störf og fylktu á Lækjartorg. Í tilefni dagsins munu konur leggja niður vinnu á morgun og mæta á samstöðufund á Austurvelli undir kjörorðinu Kjarajafnrétti strax.

Í dag var nóg að gera við að undirbúa morgundaginn.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður BHM, og Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR voru meðal þeirra sem unnu hörðum höndum við undirbúninginn. Þær segja að enn sé allt of langt í land í í jöfnum tækifærum kynjanna á vinnumarkaði. Þá segjast þær hafa fundið fyrir mikilli samstöðu um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×