Innlent

BSRB mótmælir ákvörðun kjararáðs harðlega

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Vísir
BSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun kjararáðs frá 16. júní um að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í ráðuneytum. Í tilkynningu frá stéttarfélaginu segir að þessi ákvörðun gangi þvert gegn rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins.

„Með ákvörðun kjararáðs eru verið að draga út afmarkaðan hóp hálaunafólks og hækka laun þessara starfsmanna langt umfram það sem aðrir hópar launafólks í landinu hafa fengið.

Í rökstuðningi kjararáðs segir að þar sé um að ræða leiðréttingu vegna aukins álags í starfi. Eflaust má færa góð rök fyrir því að álag í starfi þessa hóps hafi aukist á undanförnum árum, en það sama á við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem ekki hafa fengið sambærilegar launahækkanir vegna álags. Álag á aðra starfsmenn almannaþjónustunnar hefur aukist verulega með miklum niðurskurði og auknum verkefnum og fækkun starfsmanna,“ segir í tilkynningu BSRB.

Þá segir að hækkun launa þessara tilteknu starfsmanna ríkisins sé „ekki í neinu samræmi við þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í um endurbætur á íslenska vinnumarkaðsmódelinu. Þar er um að ræða verulega hækkun þeirra launahæstu sem eykur ójöfnuð.“


Tengdar fréttir

Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun

Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra.

Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins

Hækkanir kjararáðs á launum æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa endurspegla hvernig árangur BHM í að fá menntun metna til launa hefur "smurst“ yfir á aðrar stéttir, að mati formanns BHM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×