Erlent

Brýnt að losna við floppy diskana frá kjarnorkuvopnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna er stýrt af úreltu tölvukerfi. Enn þá er notast við tölvur frá áttunda áratugnum og svokallaða floppy diska. Pentagon þarf nauðsynlega að skipta út fjölmörgum kerfum til að auka öryggi og draga úr viðhaldskostnaði.

Útskýring á floppy diskum sem gerð var árið 2007 þegar PC World hætti að selja þá.Vísir/GraphicNews
Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skattgreiðendur greiði um 7.600 milljarða króna á ári hverju vegna viðhalds á gamaldags tölvubúnaði. Það sé um þrefalt meira en kosti að viðhalda nútíma búnaði.

Talsmaður Pentagon segir að ástæða þess að búnaðurinn sé enn í notkun sé einfaldlega sú að hann virkar enn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem floppy diskar hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum rata í heimsfréttirnar en árið 2014 vakti 60 Minutes athygli og aðbúnaði og starfsháttum hermanna varðandi kjarnorkuvopnin.

Á vef BBC er tekið fram að til standi að skipta út floppy diskunum á næsta ári og að nútímavæðing Pentagon sé í fullum gangi.

Hér að neðan má sjá umfjöllun 60 Minutes um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna, sem og umfjöllun John Oliver en bæði myndböndin eru frá 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×