Körfubolti

Brynjar Þór hefði ekki dæmt villu á Ólaf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson í leik gegn Grindavík.
Brynjar Þór Björnsson í leik gegn Grindavík. Vísir/Ernir
Leikur Grindavíkur og KR í Röstinni í gær var æsispennandi en svo fór að KR vann nauman sigur, 81-77, og tók þar með 2-0 forystu í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í Domino's-deild karla.

Þegar ellefu sekúndur voru eftir dæmdu dómarar villu á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, sem heimamenn voru afar ósáttir við.

Brynjar Þór Björnsson fór á vítalínna og kom KR fjórum stigum yfir fyrir lokasókn Grindavíkur, sem náði ekki að skora í henni. Brynjar Þór viðurkenndi í viðtali við karfan.is að hann hefði ekki dæmt villu á Ólaf.

„Nei, mér fannst þetta ekki vera brot. Ég ætla bara að vera sanngjarn. En svona er þetta. Þetta eru 50/50 dómar og dómarinn þarf að taka ákvörðun. Hann dæmdi og ég setti bæðin vítin ofan í,“ sagði Brynjar Þór í viðtalinu.

Þriðji leikurinn í rimmunni fer fram á fimmtudagskvöld og geta KR-ingar þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir

Mögnuð endurkoma KR-inga og staðan er orðin 2-0

KR-ingar lentu mest 18 stigum undir í þriðja leikhluta en unnu samt í Grindavík í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×