Íslenski boltinn

Brynjar Björn: Ræðst í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK er eina liðið í efstu tveimur deildum karla og kvenna sem hafa enn ekki tapað leik í deildarkeppninni.

Við stjórnvölinn í Kórnum er Brynjar Björn Gunnarsson á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og hann var brattur er Arnar Björnsson hitti hann í dag.

„Við náðum að halda stöðugleika frá síðasta tímabili. Liðið spilaði vel síðari hlutann og við lögðum mikla áherslu á að halda sem flestum úr því liði og hóp,” sagði Brynjar.

„Svo bættum við tveimur til þremur í vetur og erum búnir að spila vel. Við erum búnir að vera góðir varnarlega og fá lítið af mörkum á okkur. Við fáum alltaf okkar færi.”

HK hefur spilað afar sterkan varnarleik og fengið á sig fá mörk. Það er góður eiginleiki segir Brynjar.

„Það auðveldar allt ef þú færð ekki mikið af mörkum á þig. Við fáum alltaf okkar færi í leikjum og það gefur þér ákveðið sjálfstraust.”

Það er þéttur pakki á toppnum þar sem Þór, HK, ÍA og Víkingur Ólafsvík berjast. Brynjar segir að þetta eigi eftir að fara fram á síðasta dag.

„Þetta á eftir að fara fram í síðasta leik í september.”

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×