Innlent

Brýna fyrir fólki að læsa reiðhjólum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan segir að fólk þurfi að hafa í huga hversu meðfærilegur og öruggur lásinn er.
Lögreglan segir að fólk þurfi að hafa í huga hversu meðfærilegur og öruggur lásinn er. mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur hjólreiðamenn til þess að læsa hjólum sínum vel og vandlega þegar þau eru skilin eftir eftirlitslaus.

Í pósti á Facebook-síðu sinni mælir lögregla með því að læsa að minnsta kosti stelli og afturhjóli við traustan, óhreyfanlegan hlut. Þá sé mikilvægt að huga að því þegar lás er valinn hversu meðfærilegur og öruggur hann er.

„Kapallása er auðvelt að taka með sér en það er líka auðvelt að klippa þá. U-lásar eru þyngri en það er líka erfiðara fyrir óviðkomandi að opna þá. Ef svo illa fer að hjóli sé stolið er betra að eiga stellnúmerið á vísum stað til að auka líkurnar á að lögreglan finni hjólið aftur.“

Nokkuð hefur verið fjallað um reiðhjólastuldi í sumar og greindi Vísir meðal annars frá því í júlí að hjólum fyrir hundruð þúsunda hefði verið stolið úr læstri hjólageymslu í hverfi 104 í Reykjavík.

Þá sagði Illugi Jökulsson frá því að hjóli dóttur hans, Veru Illugadóttur, hefði verið stolið og biðlaði til þjófsins á Facebook um að skila því.

Við hvetjum hjólreiðamenn til að læsa hjólum sínum tryggilega þegar þau eru skilin eftir án eftirlits. Æskilegt er að læ...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, 26 August 2015
>/center>

Tengdar fréttir

Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um 227 stolin reiðhjól fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 235 tilkynningar um stolin ökutæki á sama tíma. Algengt er að einstaklingar steli mörgum hjólum og selji á internetinu.

Hjólreiðar: Kúlurassar í Reykjavík

Sannkallað reiðhjólaæði ríkir í Reykjavík og reyndar um land allt. Útsendari Vísis kannaði málið og vann bug á djúpstæðum fordómum sínum í garð hjólafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×