Innlent

Bruninn í Kópavogi: Líklega um sjálfsíkveikju að ræða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að líklega hafi verið um sjálfsíkveikju að ræða.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að líklega hafi verið um sjálfsíkveikju að ræða. vísir/lillý
Eldsupptök í iðnaðarhúsnæði í Vesturvör í Kópavogi á þriðjudag eru rakin til sjálfsíkveikju, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið tjón varð þegar eldurinn kom upp, en húsnæðið varð alelda á skömmum tíma.

Tilkynnt var um eldsvoðann um klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags. Allt tiltækt lið var kallað út og tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn um tveimur tímum síðar.

Eldurinn kom upp í húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðberg og var einn starfsmaður þar inni þegar eldurinn kom upp. Hann varð þó fljótlega eldsins var og náði að koma sér út í tæka tíð og slasaðist ekki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×