Innlent

Bruninn á Hótel Ljósalandi: Hinn grunaði losnar úr gæsluvarðhaldi í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá störfum slökkviliðs við hótelið á sunnudag.
Frá störfum slökkviliðs við hótelið á sunnudag. mynd/vilhjálmur h. guðlaugsson
Maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju á Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalasýslu síðastliðinn sunnudag losnar úr haldi í dag. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald og verður ekki farið fram á það af hálfu lögreglu að það verði lengt.

Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að gert sé ráð fyrir að yfirheyrslum ljúki í dag, að minnsta kosti svona fyrstu yfirferð. Aðspurður hvort að hinn grunaði hafi játað segir Theodór að hann hafi ekki heyrt af því.

Rannsóknarvinnu er lokið á vettvangi en Theodór segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvenær rannsókn málsins ljúki.


Tengdar fréttir

Eldur á hóteli í Dalasýslu

Slökkvilið hefur barist við eldinn á Hótel Ljósalandi í morgun. Mikið tjón er á húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×