Innlent

Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu

Bjarki Ármannsson skrifar
Annar tveggja manna sem sæta ákæru Héraðssaksóknara í tengslum við brunann við Grettisgötu í mars síðastliðnum játar að hafa kveikt í húsinu með því að kveikja í slæðu á stól í herbergi sínu, henda stólnum á dýnu og skilja brennandi dýnuna eftir inni í herberginu.

Maðurinn hafði þá búið í húsinu í um það bil mánuð með bróður sínum. Báðir eru á fertugsaldri og er bróðir þess sem kveikti í einnig ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hafa látið hjá líða að vara við eldsvoðanum eða afstýra honum.

Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu. Vísir/Stefán
Sá var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni. Aðalmeðferð í máli þeirra fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 

Sjá einnig: Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87

Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra. Þá hafi hann skilið síma sinn eftir í húsinu er þeir flúðu eldinn og hafi hann ekki getað hringt á slökkvilið.

Bruninn olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.  

Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram einkaréttarkröfu í málinu og krafist þess að hver sem uppvís verður að því að hafa valdið brunanum, einn eða fleiri, verði dæmdur til að greiða félaginu tæplega 12,6 milljónir króna.


Tengdar fréttir

„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu

Vinir myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar og kærustu hans hafa stofnað styrktarreikning og bókað skemmtistaðinn Húrra í lok mars fyrir styrktaruppákomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×