Erlent

Bruni í Björgvin: Ung kona alvarlega slösuð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Björgvin í Noregi í nótt. Mynd tengist frétt ekki beint.
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Björgvin í Noregi í nótt. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Nina Aldin Thune
Ung kona er alvarlega slösuð eftir bruna í Björgvin í Noregi. Eldurinn kom upp í fjölbýlishúsi skammt frá miðbæ Björgvinjar og þurftu sjötíu manns að yfirgefa heimili sín í húsinu og í nærliggjandi húsum.

Slökkvilið náði tök á eldinum um klukkan korter í fjögur í nótt. Mikill viðbúnaður slökkviliðs var á svæðinu en hætta var talinn á að eldurinn myndi læsa sig í nærliggjandi hús. Mörg hús á svæðinu eru úr timbri og þykja sagnfræðilega mikilvæg.

Um þrjátíu slökkviliðsmenn voru enn að störfum á svæðinu í morgunsárið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×