MIĐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER NÝJAST 09:05

Icesave-bollar og kosningabrölt hjá Lilju Alfređs

LÍFIĐ

Brugghúsabylgja er í uppsiglingu á Íslandi

 
Viđskipti innlent
09:30 17. FEBRÚAR 2016
Bruggstarfsemin í Vestmannaeyjum hófst í kjallara hjá einum af ađstandendum bruggstarfseminnar en var svo fćrđ yfir i bílskúr.
Bruggstarfsemin í Vestmannaeyjum hófst í kjallara hjá einum af ađstandendum bruggstarfseminnar en var svo fćrđ yfir i bílskúr. MYND/AĐSEND

Fimm örbrugghús framleiða bjór sem seldur er í Vínbúðunum. Það eru Gæðingur í Skagafirði, Kaldi á Árskógsströnd, Segull á Siglufirði, Steðji í Borgarfirði og Ölvisholt á Suðurlandi. Að auki er Einstök sem er brugguð hjá Vífilfelli og Borg brugghús sem er innan vébanda Ölgerðarinnar.

Það þýðir þó ekki að örbrugghúsin séu þar með upptalin því fjöldi minni örbrugghúsa bruggar fyrir einstaka veitingastaði og smærri hópa. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjóráhugamaður, segir þeim fara fjölgandi.

„Það er greinilegt að við erum dálítið að fara að sjá það að það er bylgja í uppsiglingu,“ segir Stefán. Heimabruggun sé vinsæl og svo sé hópur fólks sem vilji taka hana skrefinu lengra. „Þarna erum við að tala um minni brugghús og mörkin á milli hobbís og þeirra sem eru í atvinnustarfsemi eru orðin svolítið óskýrari,“ segir hann.

Eitt þeirra brugghúsa, sem nýlega hafa verið stofnuð, er í Vestmannaeyjum, en eigendurnir kalla það The Brothers Brewery. Öll tilskilin leyfi til áfengisframleiðslu hafa verið fengin og er leyfishafinn veitingastaðurinn Einsi kaldi. Framleiðslan er seld á veitingastaðnum.

„Flaggskipið okkar heitir Eldfjall og er Red-ale týpa. Hann inniheldur chili og söl og sölin eru tínd í Eyjum,“ segir Kjartan Ólafsson Vídó, einn þeirra sem standa að brugginu. Kjartan segir að reynt sé að hafa eitthvað sem minnir á Vestmannaeyjar í bjórunum.


Stefán Pálsson sagnfrćđingur.
Stefán Pálsson sagnfrćđingur.

Kjartan segir að viðtökurnar við bjórunum hafi verið þannig að þeir félagarnir séu að velta fyrir sér hvort rétt sé að stofna sérstakt fyrirtæki um framleiðsluna og fá nýtt húsnæði þannig að hægt verði að framleiða í meira magni. Það sé vissulega draumurinn. „En við erum samt hógværir og viljum ekki fara í of stórar framkvæmdir sem við gætum ekki staðið undir,“ segir hann.

Stefán segist telja að til þess að örbrugghús sé lífvænlegt þurfi að framleiða um sjötíu þúsund lítra á ári og menn þurfi að sjá sjálfir um framleiðsluna. Það þurfi lágmarks yfirbyggingu. Þá segir Stefán mikilvægt að vera með brugghúsin á landsbyggðinni, því það sé ekki nóg að höfða til bjóráhugamannanna á höfuðborgarsvæðinu.

„Þú vilt ná lókal-patriotismanum. Bæði viltu geta gert út á það að á ferðamannastöðunum eru alltaf einhverjir sem vilja fá eitthvað lókal. Og svo vill fólk líka kaupa framleiðslu frá sínu eigin heimasvæði.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Brugghúsabylgja er í uppsiglingu á Íslandi
Fara efst