Lífið

Brúðkaupsmynd frá Íslandi vekur athygli

Samúel Karl Ólason skrifar
Brúðkaupsmynd sem tekin var hér á Íslandi hefur vakið nokkra athygli fyrir utan landssteinana. Á myndinni er þyrla Landhelgisgæslunnar að fljúga mjög nálægt brúðinni. Myndinni hefur verið lýst sem „einni af þeim klikkuðustu“.

Brúðurinn nær að standa kyrr lengi vel þar til þyrlan fer yfir hana og virðist hún fara nokkuð nálægt henni.

via GIPHY

Samkvæmt PetaPixel var þyrlan þó ekki þarna sérstaklega fyrir myndatökuna, heldur var Landhelgisgæslan að taka þátt í leit að týndum manni. Björgunarsveitarmaður sem ræddi við miðilinn segir að þyrlan hafi ekki farið eins nálægt konunni og myndin og myndbandið sýna.

Myndin var tekin af ljósmyndaranum CM Leung.

Hér má sjá myndband um myndatökuna af hjónunum. Þar má sjá þyrluna fljúga hjá brúðurinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×