SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Brúđa međ einhverfu bćtist í hópinn í Sesame Street

 
Erlent
10:25 20. MARS 2017
Elmo og Julia.
Elmo og Julia.

Ný brúða mun bætast í hópinn í bandaríska barnaþættinum Sesame Street í næsta mánuði. Brúðan ber nafnið Julia sem er ung stelpa með appelsínugult hár og með einhverfu.

Brúðan hefur þegar birst í bókum með brúðum þáttanna og á netinu, en aðstandendur þáttanna vilja nú auka veg hennar.

Í frétt BBC kemur fram að börnum sem greinast með einhverfu hafi fjölgað mikið í Bandaríkjum á síðustu árum, þar sem eitt af hverjum 68 hafi greinst á einhverfurofinu. Þó hafi oft reynst erfitt að útskýra einhverfu fyrir börnum og er Juliu ætlað að hjálpa til við það.

Handritshöfundurinn Christine Ferraro segir í samtali við 60 Minutes að erfitt hafi reynst að nálgast viðgangsefnið. „Þetta er snúið þar sem einhverfa er ekki eitt ákveðið, þar sem hún er ólík fyrir hvern þann sem er með einhverfu.“

Í fyrsta þættinum mun Julia birtast áhorfendum með nokkur einkenni sem algeng eru hjá fólki með einhverfu. Þegar Big Bird hittir Juliu hunsar hún hann og spyr Big Bird þá hvort Juliu sé ef til vill illa við sig. Útskýra aðrar brúður þá að Julia geri bara hlutina aðeins öðruvísi.

Í 60 Minutes er einnig rætt við Stacey Gordon sem stýrir Juliu, en Gordon er einmitt móðir einhverfs drengs. Hún segist mjög ánægð með að Julia hafi bæst í brúðuhópinn og vonast til að hægt verði að auka þekkingu og skilning barna og fleiri á einhverfu.

Þættirnir Sesame Street eru sýndir á HBO og PBS og hafa verið í sýningu í nærri hálfa öld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Brúđa međ einhverfu bćtist í hópinn í Sesame Street
Fara efst