Enski boltinn

Bruce stýrði Aston Villa til fyrsta útisigursins í 437 daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruce byrjar vel með Aston Villa.
Bruce byrjar vel með Aston Villa. vísir/getty
Steve Bruce stýrði Aston Villa til sigurs á Reading í öðrum leik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu.

Hinn 55 ára gamli Bruce tók við Villa í síðustu viku eftir að Roberto Di Matteo var látinn taka pokann sinn.

Villa gerði 1-1 jafntefli við Jón Daða Böðvarsson og félaga á laugardaginn í fyrsta leiknum undir stjórn Bruce. Hann stýrði liðinu öðru sinni í gær þegar Villa sótti Reading heim. Jordan Ayew var hetja Villa í leiknum en hann tryggði liðinu þrjú stig þegar hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútunni.

Þetta var fyrsti sigur Villa í 11 leikjum og jafnframt fyrsti útisigur liðsins í 437 daga, eða næstum því eitt og hálft ár.

Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og fór illa af stað í B-deildinni. Liðið vann aðeins einn af 11 deildarleikjum undir stjórn Di Matteos sem var látinn fara eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Með sigrinum í gær fór Villa upp í 17. sæti B-deildarinnar. Liðið er með 14 stig, þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×