Innlent

Brotist inn í blokkaríbúð í Breiðholti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Breiðholti.
Frá Breiðholti. vísir/gva
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var lögreglunni tilkynnt um innbrot í blokkaríbúð í Breiðholti sem verið var að standsetja. Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá voru tveir menn handteknir í Breiðholti um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Eru þeir grunaðir um eignaspjöll, að hafa brotið rúður í skóla og skemmt bíl. Voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru svo stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn ökumaður var stöðvaður þar sem bíllinn sem hann ók var með röng skráningarmerki, ótryggður og þá var búið að svipta ökumanninum réttindum sínum til að keyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×