Innlent

Brotist inn á meðan á leiknum stóð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
"Þarna notaði einhver tækifærið og fór inn í húsið hjá okkur á meðan við horfðum á leikinn,“ segir Jóna Bryndís.
"Þarna notaði einhver tækifærið og fór inn í húsið hjá okkur á meðan við horfðum á leikinn,“ segir Jóna Bryndís. Vísir/Getty
Jóna Bryndís Gestsdóttir, íbúi á Laugarvatni, komst að því að einhver hefði brotist inn á heimili hennar á meðan á leik Íslands og Nígeríu stóð í dag. Hún segir að viðkomandi hafi spennt upp glugga og komist þannig inn í húsið.

Í samtali við fréttastofu segir Jóna Bryndís að henni hafi fundist rétt að vara fólk við þjófum sem kunna að láta til skarar skríða þegar landsmenn horfa í áhyggjuleysi á knattspyrnu.

„Þarna notaði einhver tækifærið og fór inn í húsið hjá okkur á meðan við horfðum á leikinn. Það er fínt að fólk viti af þessu því það er greinilega fylgst með. Við vorum ýmist að vinna eða að horfa á leikinn,“ segir Jóna Bryndís.

Jóna Bryndís segir að sá sem á að hafa brotist inn á heimili hennar hafi stolið peningum, veski og sígarettum. Hún hefur tilkynnt innbrotið til lögreglu.

Jóna Bryndís rekur farfuglaheimili á Laugavatni.Vísir/sunna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×