Sport

Bronsverðlaunum Anítu fagnað | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Aníta.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Aníta. vísir/stefán
Boðað var til samkomu í nýja hluta Laugardalshallarinnar í dag til að fagna árangri Anítu Hinriksdóttur sem vann sem kunnugt er til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM í Belgrad um helgina.

Frjálsíþróttasamband Íslands í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson stóðu fyrir fögnuðinum.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina til að fagna með Anítu.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var viðstaddur og tók meðfylgjandi myndir.


Tengdar fréttir

Aníta vann bronsverðlaun á EM

Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×