Fótbolti

Bröndby skoraði sjö gegn AGF

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty
Bröndby rústaði AGF, 7-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en staðan í hálfleik var 4-0, Bröndby í vil.

Þetta byrjaði allt með því að Dzhamaldin Khodzhaniazov, varnarmaður AGF, fékk að líta rauða spjaldið eftir stundarfjórðung.

Kamil Wilczek kom Bröndby yfir á 24. mínútu og Niklas Backman skoraði sjálfsmark stundarfjórðungi síðar.

Andrew Hjulsager og Hany Mukhtar bættu svo við sitthvoru markinu fyrir hlé og staðan 4-0 í hálfleik. Algjör upprúllun.

Teemu Pukki kom sér svo á blað á annarri mínútu síðari hálfleiks áður en Andrew Hjulsager bættu við tveimur mörkum og innsiglaði þrennuna. Lokatölur 7-0.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby og fékk að líta gult spjald, en Bröndby er á toppi deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og FCK.

Theódór Elmar Bjarnason sat allan tímann á bekknum hjá AGF, en hann hefur verið orðaður frá félaginu. Liðið er í sjöunda sætinu með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×