Golf

Bróðir minn hafði rétt fyrir sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Danny Willett á Rydernum um helgina.
Danny Willett á Rydernum um helgina. vísir/getty
Bróðir kylfingsins Danny Willett gerði bróður sínum lítinn greiða er hann urðaði yfir bandaríska áhorfendur í aðdraganda Ryder-bikarsins.

Willett fékk því ansi óblíðar móttökur frá áhorfendum í Minneapolis og náði sér aldrei á strik. Var slakur og tapaði öllum sínum leikjum.

Bróðir hans sagði í aðdraganda mótsins að bandarískir áhorfendur væru feitir, heimskir og óþolandi. Það þyrfti að þagga niður í þessum óþolandi pöbbum með Colgate-brosið og Lego-hárið sitt. Hann hélt svo áfram að drulla yfir þá í pistli sínum.

„Því miður sýndu áhorfendur að bróðir minn hafði rétt fyrir sér. Sumir vita ekki hvenær á að hætta. Það er synd,“ skrifaði Willett á Twitter en bætti við að það afsakaði ekki lélega spilamennsku hans.

Rory McIlroy lenti líka í miklum dónaskap áhorfenda og á laugardeginum bað hann um að einn dónalegur áhorfandi yrði fjarlægður af svæðinu.

Hvort sem það var áhorfendum að þakka eða ekki þá völtuðu Bandaríkjamenn yfir Evrópu í Ryder-bikarnum.


Tengdar fréttir

Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett

Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum.

Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum

Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×