Enski boltinn

Bróðir Gylfa: Hann var seldur á tíu milljónir punda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum ganga í raðir Swansea áður en langt um líður. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gær samkvæmt fréttasíðu Guardian í gærkvöldi.

Vísir greindi frá því í gærmorgun að Gylfi hefði snúið aftur til Englands úr æfingaferð Tottenham í Bandaríkjunum.

Enska blaðið Telegraph staðhæfði svo í gær að Swansea myndi greiða Tottenham tíu milljónir punda fyrir Gylfa en bróðir hans, kylfingurinn Ólafur Már Sigurðsson, nefndi sömu upphæð á Twitter-síðu sinni í gær eins og sjá má hér fyrir neðan. Það eru jafnvirði 1.956 milljóna íslenskra króna.

Tottenham greiðir reyndar Swansea sömu upphæð fyrir bakvörðinn Ben Davies auk þess sem að félagið greiðir velska liðinu fimm milljónir punda fyrir markvörðinn Michel Vorm.

Tottenham hafði áður reynt að bjóða Gylfa í beinum skiptum fyrir þá Davies og Vorm en því mun hafa verið hafnað af forráðamönnum Swansea.

Reynist þessar tölur réttar er ljóst að Gylfi Þór er orðinn einn dýrasti leikmaður Íslandssögunnar.


Tengdar fréttir

Gylfi á æfingu með Seattle Seahawks

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til Bandaríkjanna í æfingarferð Tottenham Hotspur en hann tók þátt í sameiginlegri æfingu Tottenham og Seattle Seahawks í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×