Lífið

Brimbretti á Balí og köfun í Taílandi

Þeir Frosti og Diddi leggja land undir fót og upplifa ævintýri í Asíu og Afríku.
Þeir Frosti og Diddi leggja land undir fót og upplifa ævintýri í Asíu og Afríku. Vísir/Ernir
„Við erum sjúklega spenntir að fara enda ævintýri og í raun langþráður draumur hjá okkur báðum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason um fyrirhugaða heimsreisu hans og vinar hans, Sigurðar Þorsteinssonar, um Asíu og Afríku.

Frosti og Sigurður, sem er betur þekktur sem Diddi, ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum en ferðalagið stendur yfir í 6 vikur. „Við ætlum að vera með reglulega pistla á Vísi og síðan verð ég með innslög í útvarpsþættinum Harmageddon,“ segir Frosti en pistlarnir þeirra ganga undir yfirskriftinni AsíAfríka.

Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, búa hjá indverskri fjölskyldu á Indlandi, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi.

„Þetta er frábær tími til að fara í svona ferð en Kilroy-ferðaskrifstofan hefur séð um að skipuleggja þetta fyrir okkur. Við framlengjum sumarið og miðlum upplifun okkar til lesenda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×