Innlent

Brim valin besta mynd ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Darri Ólafsson mætti á Edduna og tók við verðlaunum sem besti leikari í aðalhlutverki. Mynd/ Daníel Rúnarsson.
Ólafur Darri Ólafsson mætti á Edduna og tók við verðlaunum sem besti leikari í aðalhlutverki. Mynd/ Daníel Rúnarsson.
Kvikmyndin Brim eftir Vesturport og Zik Zak kvikmyndir var sigurvegari Edduverðlaunanna í kvöld. Hún var valin besta mynd ársins og fékk flest verðlaun, eða sex talsins. Kvikmyndin The Good Heart var skammt undan en hún fékk fimm verðlaun.

Úrslitin voru kunngjörð á Eddunni sem fram fer í Íslensku óperunni nú í kvöld. Hrafn Gunnlaugsson fékk heiðursverðlaun Eddunnar þetta árið.

Þá hlaut Ólafur Darri Ólafsson verðlaun fyrir besta leik fyrir aðalkarlhlutverkið í myndinni Rokland. Nína Dögg Filipusdóttir fékk verðlaun fyrir aðalkvenhlutverkið í Brim.

Þóra Arnórsdóttir var kjörinn vinsælasti sjónvarpsmaður ársins af sjónvarpsáhorfendum Eddunnar, sem var sýnd í beinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi. Forval þeirra verðlauna fór fram á Vísi.

Eftirtaldir aðilar fengu verðlaun í eftirtöldum flokkum

Kvikmynd ársins

Brim

Leikstjóri ársins

Dagur Kári fyrir myndina The Good Heart

Leikari í aðalhlutverki

Ólafur Darri Ólafsson fyrir myndina Rokland

Leikkona í aðalhlutverki

Nína Dögg Filippusdóttir fyrir myndina Brim

Handrit ársins

Dagur Kári fyrir myndina The Good Heart

Leikari í aukahlutverki

Þorsteinn Bachmann fyrir myndina Óróa

Leikkona í aukahlutverki

Elma Lísa Gunnarsdóttir fyrir myndina Rokland

Leikið sjónvarpsefni ársins

Réttur 2

Skemmtiþáttur ársins

Spaugstofan

Sjónvarpsmaður ársins

Gísli Einarsson

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Landinn

Tónlist ársins

Slowblow fyrir myndina Brim

Búningar ársins

Helga Rós V. Hannam fyrir myndina The Good Heart

Gervi ársins

Ásta Hafþórsdóttir og Stefán Jörgen Ásgeirsson fyrir myndina The Good Heart

Leikmynd ársins

Hálfdán Pedersen fyrir myndina The Good Heart

Kvikmyndataka ársins

G. Magni Ágústsson fyrir myndina Brim

Klipping ársins

Valdís Óskarsdóttir og Eva Lind Höskuldsdóttir fyrir myndina Brim

Stuttmynd ársins

Clean

Heimildarmynd ársins

Feathered Cocaine

Barnaefni ársins

Stundin okkar

Menningar- eða lífstílsþáttur

Fagur Fiskur

Hljóð ársins

Ingvar Lundberg, Kjartan Kjartansson fyrir myndina Brim

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra veitti verðlaun fyrir bestu mynd ársins. Mynd/ Daníel
Réttur 2 fékk verðlaun fyrir besta leikna sjónvarpsefnið. Mynd/ Daníel.
Þóra Arnórsdóttir var valin vinsælasta sjónvarpskona ársins. Mynd/ Daníel.
Hrafn Gunnlaugsson fékk heiðursverðlaun Eddunnar að þessu sinni. Mynd/ Daníel.
Ólafur Darri Ólafssoon fékk verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Mynd/ Daníel.
Björn Jörundur Friðbjörnsson var aðalkynnir Eddunnar að þessu sinni. Mynd/ Daníel.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Gunnar Helgason veittu verðlaun fyrir skemmtiþátt ársins. Mynd/ Daníel.
Gísli Einarsson fékk verðlaun fyrir Landann. Mynd/ Daníel.
Ari Eldjárn skemmti gestum Eddunnar eins og honum einum er lagið. Mynd/ Daníel.

Tengdar fréttir

Edduverðlaunin - tilnefningar í heild sinni

Kvikmyndirnar Brim, Órói og The Good Heart eru tilnefndar til flestra verðlauna á Edduhátíðinni. Vísir birtir listann yfir tilnefningar í heild sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×