Bríet dćmir ţriđja áriđ í röđ á La Manga

 
Íslenski boltinn
14:45 23. FEBRÚAR 2016
Bríet Bragadóttir.
Bríet Bragadóttir. MYND/KSÍ

Knattspyrnudómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir eru á leiðinni út til Spánar í byrjun mars þar sem þær munu báðar starfa á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins.

Þetta er átta þjóða æfingamóti 19 ára landsliða og fer fram 3. til 7. mars á La Manga á Spáni.  

Auk Noregs taka Danmörk, Bandaríkin, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Holland og England þátt á mótinu. Bríet mun starfa sem dómari á mótinu en Rúna Kristín sem aðstoðardómari.

Þetta er þriðja árið í röð sem Bríet Bragadóttir dæmir á La Manga á Spáni á þessum tíma en Rúna Sif fór einnig með fyrir tveimur árum.

Bríet Bragadóttir var valin besti dómari Pepsi-deildar kvenna 2014 og hún hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Bríet dćmir ţriđja áriđ í röđ á La Manga
Fara efst