Lífið

Breyttu gamalli skólarútu í heimili á hjólum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Taibi og Starck fóru í langt ferðalag á þessu farartæki.
Taibi og Starck fóru í langt ferðalag á þessu farartæki.
Parið Selima Taibi og Felix Starck fór í heldur spennandi verkefni í byrjun ársins þegar þau ákváðu að innrétta gamla skólarútu í heimili á hjólum.

Þau voru á leiðinni í ferðalag og því var tilvalið að vera með allt nauðsynlegt sér við hlið. Rútan er í dag hin glæsilegasta og ferðaðist parið alla leið frá Alaska til Kanada, þaðað niður til Mexíkó og niður til Guatemala og Panama.

Ferðin var eðlilega stórkostleg og má hér að neðan sjá inn í þessa smekklegu rútu, sem er öllu búin.

Parið heldur úti YouTube síðunni Expedition Happiness og þar má fylgjast með þeim og kynna sér allt ferðalagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×