Fótbolti

Breytingar í Meistaradeildinni: Fulltrúar fjögurra bestu deildanna fara beint í riðlakeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bikarinn með stóru eyrum, sigurlaunin í Meistaradeild Evrópu.
Bikarinn með stóru eyrum, sigurlaunin í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty
Frá og með tímabilinu 2018-19 fara fulltrúar fjögurra bestu deilda í Evrópu beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Samkvæmt núverandi styrkleikaröðun UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eru England, Þýskaland, Spánn og Ítalía með bestu deildir Evrópu.

Í dag fá liðin sem enda í þremur efstu sætum ensku, þýsku og spænsku deildarinnar sæti í riðlakeppninni en fjórða liðið þarf að fara í gegnum umspil. Tvö efstu lið ítölsku deildarinnar fara beint í riðlakeppnina en liðin í 3. og 4. sæti fara í umspil. Þetta breytist með nýju reglunum.

Sjá einnig: Dregið í riðla í Meistaradeildinni: Guardiola fer á Nývang

Samkvæmt nýju reglunum fær sigurvegarinn í Evrópudeildinni einnig sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fyrirkomulag Meistaradeildarinnar verður áfram það sama, þ.e. 32 lið taka þátt í riðlakeppninni og helmingur þeirra kemst í útsláttarkeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×