Innlent

Breytingar á stjórnskipulagi samþykktar í Hafnarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. vísir/gva
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi í morgun breytingar á stjórnskipulagi bæjarins. Þá var jafnframt samþykkt að leggja niður starf sviðsstjóra skipulags og bygginga. Að auki samþykkti bæjarstjórnin að fela bæjarstjóra að undirbúa gerð samskiptareglna milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins.

Breytingar á stjórnskipulagi fela meðal annars í sér að hjá bænum verða fjögur þjónustusvið og tvö stoðsvið. Eftir breytingar munu þjónustusviðin verða fjögur: fjölskylduþjónusta, fræðslu-og frístundaþjónusta, umhverfis-og skipulagsþjónusta og hafnarþjónusta. Stoðsviðin tvö verða stjórnsýslusvið og fjármálasvið.

Vegna þessara breytinga verður starf sviðsstjóra skipulags og bygginga lagt niður þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi skipulags og bygginga verði samtvinnað sviði umhverfis og framkvæmda undir hatti umhverfis-og skipulagsþjónustu. Yfirmaður hins nýja sameinaða sviðs verður núverandi sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Hafnarfirði.


Tengdar fréttir

Uppsagnir á aukafundi bæjarstjórnar

Segja á upp fólki og bæjarstjóri mótar reglur um samskipti bæjarfulltrúa við starfsmenn bæjarins samkvæmt tillögum meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúi VG telur þetta "geggjuð vinnubrögð“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×