Innlent

Breytingar á stjórnarskránni samþykktar

Katrín Jakobsdóttir segir samþykktina mjög góð tíðindi.
Katrín Jakobsdóttir segir samþykktina mjög góð tíðindi.
Þau sögulegu tíðindi gerðust í gærkvöldi  að meirihluti Alþingis samþykkti frumvarp formanna Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar um breytingar á stjórnarskránni, með 35 atkvæðum gegn sex.

Sjö þingmenn sátu hjá og fimmtán þingmenn voru fjarstaddir, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem vakti nokkra athygli. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fagnar þessari niðurstöðu og segir að hún opni fyrir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni.

„Þetta eru auðvitað mjög góð tíðindi að mínu viti eftir aðra umræðu um stjórnarskrárumvarp okkar Árna Páls Árnasonar og Guðmundar steingrímssonar, að þetta sé samþykkt, og að verulegur meirihluti sjáflstæðismanna hafi samþykkir það að auki Þetta er vonandi til marks um vilja meirhlutans til þess að halda áfram vinnu um stjórnarskrárbreytinar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.

Ef frumvarpið verður að lögum í dag, sem allt bendir til, er hægt að gera breytingar á stjórnaskránni án þess að rjúfa þing um leið og þær breytingar eru samþykktar.

Mikil andstaða var við frumvarpið á síðasta þingi, sérstaklega meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, og því vekur athygli nú að nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðaghreiðslu í gær veittu frumvarpinu brautargengi. Meirihluti framsóknarþingmanna var hinsvegar á móti.

Forsætisráðherra hefur boðað að sett verði á laggirnar stjórnskrárnefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka þar sem reynt verði að ná samkomulagi um þær breytingare sem gerðar verða á stjórnskránni á kjörtímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×