Innlent

Breytingar á akstri Strætó á Suðurnesjum

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá Strætó segir að fyrirtækið hafi aðlagað leiðirnar betur að þörfum farþega.
Í tilkynningu frá Strætó segir að fyrirtækið hafi aðlagað leiðirnar betur að þörfum farþega. Vísir/GVA
Strætó hefur endurskoðað leiðir 55, 88 og 89 sem aka um og frá Suðurnesjum. Í tilkynningu frá Strætó segir að fyrirtækið hafi aðlagað leiðirnar betur að þörfum farþega.

„Breytingarnar taka gildi 1. febrúar og eru gerðar eftir ábendingum frá farþegum, sveitafélögum og akstursaðilum.

Margvíslegar breytingar voru gerðar og má þar helst nefna fjölgun stoppistöðva, fleiri ferðir, styttri biðtíma, betri brottfarartíma fyrir þarfir notenda, færri skiptingar og fleiri ferðir sem aka á Umferðarmiðstöð, í stað þess að enda í Firði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×