Erlent

Breyta litnum á fangabúningum vegna vinsælla þátta

Atli Ísleifsson skrifar
Fangarnir í Saginaw-sýslu eru margir mjög ósáttir með að þurfa að klæðast röndóttum, svörtum og hvítum fangabúningum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fangarnir í Saginaw-sýslu eru margir mjög ósáttir með að þurfa að klæðast röndóttum, svörtum og hvítum fangabúningum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögreglustjóri í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að allir fangar í Saginaw-sýslu skuli aftur klæðast röndóttum, svörtum og hvítum fangabúningum. Ástæðuna segir hann vera þá að appelsínugulu búningarnir þykja nú orðið of svalir.

William Federspiel lögreglustjóri segir að appelsínugulu búningarnir hafi tekið á sig nýja merkingu með þáttaröðinni „Orange is the New Black“ sem Netflix framleiðir. Hafi hann því leitað innblásturs aftur til nítjándu aldarinnar þar sem fangar voru gjarnan látnir klæðast röndóttum, svörtum og hvítum búningum.

Federspiel segir í samtali við Reuters að ákvörðunin um að skipta út appelsínugulu búningunum hafi verið tekin eftir að lögmaður klæddist appelsínugulum fatnaði í réttarhöldum. „Þegar mörkin milli menningar utan veggja fangelsa og menningar innan veggja þeirra eru orðin óljós, verð ég að gera eitthvað til að endurskilgreina þau mörk.“

Federspiel segist ekki eiga von á að fyrirhugaðar breytingar verði að fullu gengar í gegn fyrr en um áramót, en að fjöldi fanga hafi nú þegar lýst yfir óánægju sinni. „Þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig. Þetta rýfur fangabúningana burt frá því sem telst svalt í menningu okkar. Það er ekki svalt að vera fangi í fangelsinu í Saginaw-sýslu.“

Þættirnir „Orange is the New Black“ eru á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum klukkan 21.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×