Erlent

Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin.
Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. Vísir/EPA
Ríkisstjórn Bretlands hefur formlega tilkynnt að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki endurtekin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu en 4,1 milljón Breta höfðu skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að atkvæðagreiðslan skyldi endurtekin.

Aldrei hafa fleiri skrifað undir slíka áskorun en breska stjórnkerfið býður upp á að almenningur geti lagt fram beiðni um að ákveðin mál séu tekin til skoðunar náist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta.

Bretar greiddu um það atkvæði í síðasta mánuði hvort þeir skyldu vera áfram í Evrópusambandinu. Um það bil 52 prósent vildu slíta tengslunum, 48 prósent vildu vera áfram í sambandinu. Kjörsókn var 72 prósent.

Atkvæðagreiðslan hefur valdið miklum usla í Bretlandi, gengi pundsins hefur hríðfallið auk þess sem að verð á hlutabréfum hefur lækkað. Leiðtogar stjórnmálaflokkar hafa sagt af sér og óvissa ríkir um útgöngu Bretlands úr ESB enda hefur ekkert ríki áður sagt sig úr ESB.


Tengdar fréttir

Atburðarásin eins og í House of Cards

Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood.

Rottur og sökkvandi skip

Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×