Erlent

Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn geti virkjað 50. grein Lissabon-sáttmála ESB og þannig formlega hafið úrsagnarferli Bretlands úr ESB.

Í frétt BBC segir að þetta þýði að ríkisstjórnin geti því ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði áður sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan og völd ráðherra þýði að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði um málið. Fastlega er búist við að ríkisstjórnin muni áfrýja dómnum.

May hefur sagt að breska stjórnin muni virkja greina fyrir lok marsmánuðar. Hefst þá tveggja ára ferli sem lýkur með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB.

51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild.


Tengdar fréttir

Gengi pundsins lækkað um 4%

Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi pundsins lækkað um fjögur prósent á einni vikur úr 1,266 gagnvart dollar í 1,22. Gengi pundsins tók dýfu sex daga í röð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×