Enski boltinn

Bretar vilja spila fótbolta á ÓL í Ríó

Daniel Sturridge í leik ÓL í London.
Daniel Sturridge í leik ÓL í London. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að mæta aftur til leiks með fótboltalandslið á næstu Ólympíuleika.

Landslið Bretlands spilaði á ÓL í London árið 2012 og Bretarnir vilja halda því áfram.

Enska sambandið hafði í fyrstu ekki áhuga á þessu verkefni en hefur nú snúist hugur, haft samband við knattspyrnusambönd Skota, Norður-Íra og Wales og einnig sótt um að taka þátt.

Stefnan er að reyna að koma bæði karla- og kvennaliði á leikana en fyrst þarf að tryggja sér þáttökurétt.

Enska U-21 árs landsliðið þarf því að vera á meðal fjögurra efstu á næsta EM til þess að komast inn. Kvennamegin þarf A-landsliðið að vera á meðal þriggja efstu á HM í Kanada.

Breska landsliðið á ÓL 2012:

Markverðir: Jack Butland, Jason Steele (báðir England).

Varnarmenn: Neil Taylor (Wales), Ryan Bertrand, Steven Caulker, Craig Dawson, James Tomkins, Micah Ricards, Danny Rose (allir England).

Midfielders: Aaron Ramsey, Joe Allen, Ryan Giggs (allir Wales), Tom Cleverley, Jack Cork (báðir England).

Framherjar: Scott Sinclair, Daniel Sturridge, Marvin Sordell (allir England), Craig Bellamy (Wales).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×