Erlent

Bretar réðust á Íslamska ríkið

Freyr Bjarnason skrifar
Forsætisráðherra Bretlands tekur til máls í þinginu um fyrirhugaðar loftárásir á Íslamska ríkið.
Forsætisráðherra Bretlands tekur til máls í þinginu um fyrirhugaðar loftárásir á Íslamska ríkið. Fréttablaðið/AP
Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum.

Gerðar voru tvær „nákvæmar árásir“ og báðar tókust þær vel, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Bandaríkjamenn og samherjar þeirra hafa heitið því að stöðva framgang Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.

Að sögn heimildarmanna úr röðum Kúrda hjálpuðu loftárásir Breta þeim að ná stjórn á mikilvægu svæði skammt frá landamærunum að Sýrlandi, að því er kom fram á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×