Erlent

Bretar íhuga að bjóða Trump heim

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Elísabet II Bretadrottning.
Elísabet II Bretadrottning. Vísir/EPA
Breska ríkisstjórnin íhugar nú að bjóða verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump í opinbera heimsókn til Bretlands á næsta ári. Þetta segir talsmaður ríkisstjórnarinnar og kemur fram í frétt BBC.

Að sögn talsmannsins er áhersla bresku ríkisstjórnarinnar lögð á „sérstakt samband“ ríkjanna tveggja og því mikilvægt að hugað sé að því að forseti Bandaríkjanna komi í heimsókn. Árið 2017 er til sérstakrar skoðunar.

Ef af verður fær Donald Trump að hitta sjálfa drottninguna en venjan er að gesturinn gisti í Buckingham höll eða Windsor kastala.  Þetta er áhugavert í ljósi þess að fyrr á árinu íhugaði breska þingið að banna Trump að koma til landsins.   


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×