Erlent

Bretar banna einnig stærri raftæki á ákveðnum flugleiðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bannið er sett í kjölfar upplýsinga sem njósnarar á vegum bandarískra yfirvalda komust yfir erlendis.
Bannið er sett í kjölfar upplýsinga sem njósnarar á vegum bandarískra yfirvalda komust yfir erlendis. Vísir/Getty
Bresk yfirvöld hyggjast feta í fótspor bandarískra yfirvalda og leggja bann við að flugfarþegar taki stærri raftæki á borð við fartölvur og spjaldtölvur um borð í flugvélar sem ferðast frá ákveðnum ríkjum. BBC greinir frá.

Mun breska bannið gilda um fjórtán flugfélög sem flúga frá Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu, Egyptalandi, Túnis og Sádí-Arabíu til Bretlands. Bannið gildir einungis um handfarangur en enn má ferðast með tækin séu þau í innrituðum farangri

Yfirvöld í Kanada hafa það einnig til skoðunar að setja á keimlíkt bann sem sett er í kjölfar upplýsinga sem njósnarar á vegum bandarískra yfirvalda komust yfir erlendis.

Bandarísk yfirvöld riðu á vaðið í dag og hyggjast þau banna flugfarþegum sem ferðast frá átta löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa að taka með sér stærri raftæki um borð í vélarnar.

Bannið hefur áhrif á níu mismunandi flugfélög sem fljúga frá tíu flugvöllum í löndum Jórdaníu, Egyptalandi, Marokkó, Tyrklandi, Sádi Arabíu, Quatar, Sameinuðu arabísku furstadæmunu og Kúveit.


Tengdar fréttir

Bandaríkin banna raftæki í flugum frá átta löndum

Bandaríkin hyggjast banna flugfarþegum sem ferðast frá átta löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa að taka með sér stærri raftæki um borð í vélarnar en um er að ræða tæki líkt og fartölvur, spjaldtölvur og myndavélar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×