Lífið

Bretadrottningin tístar í fyrsta sinn

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Elísabet II Bretadrottning hefur sent sitt fyrsta tíst á síðunni Twitter, af hinni opinberu Twitter-síðu breska konungveldisins.

„Það er sönn ánægja að opna sýninguna um upplýsingaöldina í dag í Vísindasafninu og ég vona að fólk njóti komunnar. Elísabet R,“ segir í tístinu en þannig kvittar drottningin undir opinber skjöl.

R-ið stendur fyrir „regina“ sem þýðir drottning á latínu.  Ekki liggur þó fyrir hvort Elísabet hafi skrifað þetta með eigin hendi.

Drottningin var fyrsti konungsborni þjóðhöfðinginn til að senda tölvupóst en það var á því herrans ári 1976. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×