FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 14:00

Ung stúlka reif kollhúfuna af páfanum

LÍFIĐ

Bretadrottning skrifar undir Brexit-frumvarp

 
Erlent
08:16 16. MARS 2017
Forsćtisráđherrann hefur ţegar sagt ađ hún hyggist virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans og ţannig hefja útgönguferliđ fyrir lok ţessa mánađar.
Forsćtisráđherrann hefur ţegar sagt ađ hún hyggist virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans og ţannig hefja útgönguferliđ fyrir lok ţessa mánađar. VÍSIR/AFP

Elísabet Bretadrottning mun í dag skrifa undir Brexit-frumvarpið sem samþykkt var á dögunum í breska þinginu þannig að það verði að lögum.

Að því loknu verður ekkert í vegi fyrir því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, geti formlega hafið útgönguferlið og tilkynnt fulltrúum Evrópusambandsins að Bretar hyggist ganga úr sambandinu.

May hefur þegar sagt að hún hyggist virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans og þannig hefja útgönguferlið fyrir lok þessa mánaðar.

Þó er ólíklegt að það gerist í næstu viku til þess að varpa ekki skugga á hátíðarhöld í Brussel þar sem því verður fagnað að sextíu ár eru nú liðin frá því að Rómarsáttmálinn var gerður, sem lagði grunninn að Evrópusambandinu.

May hyggst ekki að vera viðstödd þau hátíðarhöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bretadrottning skrifar undir Brexit-frumvarp
Fara efst