Lífið

Bretadrottning hitti nýfæddu prinsessuna í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Elísabet drottning tók á móti Karlottu í Kensington-höll.
Elísabet drottning tók á móti Karlottu í Kensington-höll. Vísir
Elísabet Bretadrottning hitti nýfætt barnabarnabarn sitt, Karlottu prinsessu, í fyrsta sinn í dag. Tekið var á móti prinsessunni í Kensington-höll í Lundúnum.

Prinsessan fæddist á laugardag og í gær var tilkynnt að hún myndi bera nafnið Karlotta Elísabet Díana. Við heimsóknina í Kensington-höll sá Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, um að skrifa undir fæðingarvottorð dóttur sinnar.

The Duke and Duchess of Cambridge have formally registered the birth of Princess Charlotte. The Duke of Cambridge signed...

Posted by The British Monarchy on 5. maí 2015

Tengdar fréttir

Prinsessa fædd í London

Katrín, hertogaynja af Cambridge, kom á St Mary's spítalann snemma í morgun.

Prinsessan fær nafnið Charlotte Elizabeth Diana

Ákveðið hefur verið að nefna dóttur Katrínar, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms, Bretaprins, Charlotte Elizabeth Diana eða Karlotta Elísabet Díana en þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×