Lífið

Brestir í kínversku glerbrúnni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varúð, lofthræddir.
Varúð, lofthræddir. Vísir/Getty
Brestir hafa myndast í hinni tæplega 300 metra glerbrú sem opnuð var fyrir skömmu í Hunan í Kína. Gestir hlupu öskrandi af hræðslu af brúnni er brestir byrjuðu að myndast í gleri í brúnni. Yfirvöld í Kína segja engu hættu stafa af brestunum.

„Þegar ég var að nálgast enda brúarinnar heyrði ég háværan hvell,“ sagði eitt vitni. „Ég leit niður og sá bresti í glerinu. Ég öskraði og svo hljóp ég af stað og ýtti þeim sem voru fyrir framan mig í burtu. Ég varð skelfingu lostinn.“ Yfirvöld hafa lokað brúnni á meðan viðgerð stendur yfir.

Brúin er um þrjú hundruð metra löng og í 170 metra hæð. Glerið er 2,4 sentímetrar á breidd og virðist vera mjög óþægilegt fyrir lofthrædda að ganga yfir, líklega mun lofthræðslan ekki minnka eftir þetta atvik.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar fólk byrjaði að ganga yfir brúna í fyrsta sinn og tekur það greinilega nokkuð á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×