Erlent

Breskur þingmaður í vanda eftir ásakanir um kókaínneyslu og framhjáhald

Bjarki Ármannsson skrifar
Sewel lávarður mun sæta lögreglurannsókn eftir að myndband birtist sem virðist sýna hann taka kókaín í viðurvist vændiskvenna.
Sewel lávarður mun sæta lögreglurannsókn eftir að myndband birtist sem virðist sýna hann taka kókaín í viðurvist vændiskvenna.
John Sewel, aðstoðarþingforseti lávarðadeildar breska þingsins, hefur sagt upp störfum og mun sæta lögreglurannsókn eftir að myndband birtist í enskum miðlum um helgina sem virðist sýna hann taka kókaín í viðurvist vændiskvenna.

„Afhjúpanir dagsins eru sláandi,“ segir Frances D‘Souza, þingforseti lávarðadeildarinnar, um málið. „Þessum alvarlegu ásökunum verður vísað til lögreglu og siðafulltrúa lávarðadeildarinnar.“

Í myndbandinu, sem breska slúðurblaðið The Sun birti að hluta til, sýnir Sewel lávarð meðal annars ræða um asískar konur sem „hórur“ og ræða dagpeningafríðindi sín. Í umfjöllun The Sun eru einnig birtar myndir sem virðast sýna hann taka kókaín af brjóstum einnar konunnar.

Brot úr myndbandinu má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×