Sport

Breskur spjótkastari fær brons átta árum eftir á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sayers fær bronsverðlaun átta árum eftir Ólympíuleikana í Peking.
Sayers fær bronsverðlaun átta árum eftir Ólympíuleikana í Peking. vísir/getty
Breski spjótkastarinn Goldie Sayers fær bronsverðlaun fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikunum 2008, þrátt fyrir að hún hafi upphaflega lent í 4. sæti.

Ástæðan er að hin rússneska Maria Abakumova var svipt bronsinu eftir að endurskoðun á sýni hennar frá Ólympíuleikunum 2008 leiddi í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi.

Christina Obergföll frá Þýskalandi fær því silfurverðlaunin og Sayers bronsverðlaunin.

Breska sveitin í 4x400 boðhlaupi fær einnig bronsverðlaun eftir að Denis Alexeev, sem var hluti af rússnesku boðshlaupssveitinni, féll á lyfjaprófi.

Andrew Steele, Robert Tobin, Michael Bingham og Martyn Rooney fá því bronsverðlaunin vegna glappaskots Alexeevs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×