Erlent

Breskir hernaðarsérfræðingar aðstoða her Sáda í Jemen

Að minnsta kosti tíu þúsund óbreyttir borgarar í Jemen hafa fallið í átökunum.
Að minnsta kosti tíu þúsund óbreyttir borgarar í Jemen hafa fallið í átökunum. vísir/getty
Breskir hernaðarsérfræðingar hafa undanfarið tekið þátt í stríðinu sem nú geisar í Jemen. Mennirnir eru her Sádí Araba til aðstoðar sem berst nú gegn uppreisnarmönnum í Jemen sem eru Shía trúar.

Að minnsta kosti tíu þúsund óbreyttir borgarar í Jemen hafa fallið í átökunum sem eru í raun átök á milli Sádí Araba annarsvegar, sem styðja stjórnvöld í landinu, og Írana hinsvegar, sem styðja uppreisnarmenn Houti ættbálksins.

Breska varnarmálaráðuneytið fullyrðir að Bretarnir séu Sádum aðeins innan handar til að tryggja að alþjóðlegum reglum í hernaði sé fylgt eftir en bresk mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þátttöku þeirra í stríðinu og kallað á endurskoðun á samvinnu Breta við konungsveldið í Sádí Arabíu, sem sætt hefur vaxandi gagnrýni undanfarið.


Tengdar fréttir

Íranir senda Sádum tóninn

Segja Sáda ekki geta "falið glæp sinn“ með því að slíta samskiptum við Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×