Erlent

Breski barnaþáttastjórnandinn John Noakes látinn

Atli Ísleifsson skrifar
John Noakes og Shep.
John Noakes og Shep. Vísir/Getty
Breski barnaþáttastjórnandinn John Noakes er látinn, 83 ára að aldri. Noakes stýrði þáttunum Blue Peter á BBC á árunum 1965 til 1978, lengur en nokkur annar.

Í frétt Independent segir að Noakes hafi andast í gærmorgun en hann hafði um árabil glímt við Alzheimer.

Noakes birtist oft í þáttunum með hundinum Shep, og var þekktur fyrir orðin „Get down, Shep!“, eða „Farðu niður, Shep!“.

Eftir að hann hætti umsjón með Blue Peter stýrði hann þáttunum Go With Noakes, þar sem hann ferðaðist um Bretland ásamt hundinum Shep.

Þættirnir Blue Peter hafa verið á dagskrá BBC frá árinu 1958.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×