Erlent

Breska þingið samþykkir Brexit

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þetta þýðir að breska ríkisstjórnin getur hafið útgönguferlið í mars.
Þetta þýðir að breska ríkisstjórnin getur hafið útgönguferlið í mars. vísir/epa
Meirihluti breska þingsins samþykkti nú rétt í þessu Brexit áætlun ríkisstjórnarinnar. Sú áætlun felst í því að hefja samningaviðræður um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu í mars á næsta ári. BBC greinir frá.

461 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni gegn 89 sem þýðir að bresku ríkisstjórninni ber að virða tímaramma eigin áætlunar um útgönguferlið.

Ríkisstjórnin mun því virkja 50.grein Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins og hefja útgönguferli í mars árið 2017.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×