Glamour

Breska prinsessan framan á Vogue

Ritstjórn skrifar
skjáskot/Vogue.co.uk
Breska prinsessan, Katrín hertogaynja af Cambrigde, prýðir forsíðu breska Vogue sem kom út á dögunum. Um er að ræða afmælisblað þar sem tímaritið fagnar 100 árum í ár. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín samþykkir sérstaka myndatöku fyrir tímarit en bakvið myndavélina var ljósmyndarinn Josh Olins. Stíliseringin og myndatakan sjálf er mjög nátturuleg en inn í blaðinu er að finna 10 blaðsíðna myndaþátt sem tekin var í Norfolk í Bretlandi í janúar á þessu ári. 

Ritstjóri breska Vogue, Alexandra Shulman og tískuritstjórinn, Lucinda Chambers, sáu um að stílisera prinsessuna sem þó kom mikið að fatavalinu sjálf og má þar meðal annars finna föt frá Burberry til Petit Bateau. Þá kemur einnig fram að myndatakan sé ein sú náttúrulegasta og raunverulegasta sem Vogue hefur tekið þátt í en tímaritið hefur myndað fjöldan allan af kóngafólki í gegnum tíðina. 

Forsíðan - júnítölublað breska Vogue.Skjáskot/Vogue.co.uk





×