Erlent

Breska lögreglan njósnaði um blaðamenn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Breski blaðaljósmyndarinn Jess Hurd og fréttamaðurinn James Parkinson hafa kært njósnirnar.
Breski blaðaljósmyndarinn Jess Hurd og fréttamaðurinn James Parkinson hafa kært njósnirnar. Vísir/AP
Í janúar síðastliðnum barst breska fréttamanninum Jason Parkinson umslag með ítarlegum upplýsingum um líf hans og störf um níu ára skeið.

Þar sást að lögreglan hafði skráð niður hvaða mótmæli hann hafði fjallað um, við hvern hann hafði talað og jafnvel hvaða fötum hann klæddist. Þarna var komin sönnun fyrir því, sem hann hafði lengi grunað: Lögreglan fylgdist með honum.

Hann fékk þessi skjöl afhent frá stjórnvöldum eftir að hafa farið fram á það og vísað til upplýsingalaga. Skjölin leggur hann fram sem sönnunargögn í málsókn sem nú er hafin gegn lögreglunni í London og breska innanríkisráðuneytinu.

Fimm aðrir blaðamenn og fréttaljósmyndarar hafa einnig orðið fyrir svipuðum njósnum og hafa einnig lagt fram kæru.

„Lögreglan virðist hafa fengið þau skilaboð að óhætt sé að ráðast til atlögu gegn fréttamönnum, að heimilt sé að fylgjast með þeim og njósna,“ segir Paul Lashmar, yfirmaður fjölmiðladeildar við Brunel-háskólann í London.

Guðsteinn Bjarnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×