FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:00

LeBron: Ekki dirfast ađ tala um börnin mín

SPORT

Breska leyniţjónustan hafnar ţví ađ hafa hlerađ Trump

 
Erlent
08:21 17. MARS 2017
Donald Trump hefur nú ítrekađ haldiđ ţví fram ađ skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi veriđ hlerađar.
Donald Trump hefur nú ítrekađ haldiđ ţví fram ađ skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi veriđ hlerađar. VÍSIR/AFP

Breska leyniþjónustustofnunin GCHQ hefur sent frá sér óvenjulega yfirlýsingu þar sem því er hafnað að stofnunin hafi nokkuð komið nálægt því að hlera Donald Trump forseta í kosningabaráttunni í fyrra.

Stofnunin hefur á sinni könnu að fylgjast með rafrænum samskiptum grunaðra einstaklinga og hefur yfir gríðarlegum hlerunarmöguleikum að búa.

Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps, Sean Spicer, vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni.

Í yfirlýsingunni frá GCHQ segir einfaldlega að slíkar ásakanir séu þvæla, algjörlega út í bláinn og ekki til að taka mark á.

Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Breska leyniţjónustan hafnar ţví ađ hafa hlerađ Trump
Fara efst