Erlent

Bresk fjölskylda slapp naumlega þegar bíll þeirra logaði innanum ljón í breskum ljónagarði

Júliá Margrét Einarsdóttir skrifar
Enginn meiddist í eldsvoðanum
Enginn meiddist í eldsvoðanum
Kona með þrjár dætur komst af við krappan leik þegar kviknaði í bíl hennar á afgirtu svæði fyrir ljón í þjóðgarði í Lonleat Safarígarðinum í Bretlandi.

BBC greindi frá atvikinu.

Starfsmönnum tókst að bjarga konunnu og tveimur börnum hennar áður en eldurinn eða ljónin náðu til þeirra.

Sjónarvottur sagði að ljónin hefðu haldið sig í hæfilegri fjarlægð en þau hefðu ekki haft augun af eldinum.

"Starfsmenn reyndu að flæma ljónin burt en þau vildu ekki hreyfa sig heldur störðu bara hugfangin á logana. Það kviknaði hægt og rólega í bílnum þar til hann logaði allur og reykur var um allt."

Annar sjónarvottur sagði dýragarðsverðina eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við.

Hvorki fólk né dýr meiddust í eldsvoðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×