Enski boltinn

Brendan Rodgers kátur í leikslok: Frábær frammistaða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers brosti í kvöld.
Brendan Rodgers brosti í kvöld. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur eftir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

„Þetta var frábær frammistaða. Mér fannst við spila vel á Old Trafford þótt að ég hafi ekki verið ánægður með úrslitin. Liðið byggði  ofan á þá góðu frammistöðu í kvöld," sagði Brendan Rodgers við 5 live Football Social.

„Þetta var meiriháttar hjá mínum leikmönnum sem sýndu mikla yfirvegun og þolinmæði með boltann. Við stjórnuðum 70 til 80 prósent af leiknum og þetta var flottur sigur fyrir okkur," sagði Brendan Rodgers.

„Við erum mjög gott lið þegar við spilum svona eins og í kvöld, erum þolinmóðir og hreyfum okkur vel. Við skoruðu góð mörk og gátum skorað nokkur í viðbót því við bjuggum til mörg færi í kvöld," sagði Rodgers.

„Það hefur tekið okkur dágóðan tíma að komast í gang á þessu tímabili en vonandi getum við byggt ofan á þetta. Ég er mjög stoltur af leikmönnum og þeirra karakter. Við verðum að nýta okkur þetta og halda áfram á þessari braut en aðalmarkmið kvöldsins var að komast áfram," sagði Rodgers.


Tengdar fréttir

Liverpool og Tottenham í undanúrslitin - Sterling skoraði tvö

Ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Tottenham tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liverpool sló út b-deildarliðið Bournemouth á útivelli en Tottenham vann 4-0 stórsigur á Newcastle á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×